Annað
Við elskum spennandi og óhefðbundin verkefni fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki og erum þekktir fyrir uppátæki sem falla utan hefðbundinna jólasveinaverkefna.
Fyrirtæki og einstaklingar hafa leitað til okkar með fjölbreyttar og skapandi hugmyndir. Við höfum meðal annars setið fyrir og leikið í auglýsingum, afhent kartöflu sem skammarverðlaun fullorðinna, afgreitt í fjölda verslana, stýrt götusöng (brekkusöng fyrir götu), verið bingóstjórar að páskum og mætt á 17. júní viðburði svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum jafnvel rakað af okkur skeggið fyrir börn sem eiga erfitt með svefn af hræðslu við jólasveina.
Hjá okkur starfa meðal annars þrír félagsráðgjafar, kennarar, guðfræðingur, atferlisfræðingur og náms- og starfsráðgjafi sem veitir okkur faglega þekkingu á þörfum barna.
Ef hugmyndin er óvenjuleg, erum við líklega réttu aðilarnir.
Við dreifum leynivinagjöfunum, tökum lagið, veislustýrum, mætum og borðum með ykkur, aðstoðum við bakstur eða hvað annað sem tilefnið kallar á. Við höfum mikla reynslu í fjölbreyttum verkefnum, allan ársins hring.

