top of page
Jólasveinafjölskyldan
<p class="font_8">Stekkjastaur drakk mjólk úr kindum en þar sem hann hafði staurfætur gerði það honum erfitt fyrir. Það hefði eflaust verið gaman að fylgjast með honum reyna. Ef hann varð var við heimilisfólk þurfti hann að hafa hraðann á og fela sig. Hann stóð þá eins og staur í stekknum, þaðan sem hann dregur nafn sitt. Stekkur er gamalt, íslenskt orð og merkir girðing eða fjárrétt sem notuð var til að mjólka kindur á vorin.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">í Grýlukvæði frá 18. öld er Stekkjastaur ekki kallaður jólasveinn heldur er sagður vera einn af hyski Grýlu. Hyski er gamalt orð yfir fjölskyldu eða heimilisfólk en við vitum ekki hvernig hann á að vera tengdur Grýlu. &nbsp;Sem dæmi á Giljagaur að hafa verið bróðir Grýlu samkvæmt kvæðinu. Við leyfum okkur að hafna þessari tilgátu og verða þeir því bara jólasveinar áfram.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni <em>Jólin koma</em> árið 1932 lýsir hann Stekkjastaur svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Stekkjastaur kom fyrstur,&nbsp;<br>
stinnur eins og tré.&nbsp;<br>
Hann laumaðist í fjárhúsin&nbsp;<br>
og lék á bóndans fé.&nbsp;<br>
<br>
Hann vildi sjúga ærnar,&nbsp;<br>
-þá varð þeim ekki um sel,&nbsp;<br>
því greyið hafði staurfætur,&nbsp;<br>
-það gekk nú ekki vel.</em></p>

Stekkjastaur

Stekkjastaur kemur til byggða aðfaranótt 12. desember og er fyrstur jólasveinanna. Hann drakk mjólk úr kindum en þar sem hann hafði staurfætur gerði það honum erfitt fyrir.

<p class="font_8">Giljagaur er annar til byggða og kemur aðfaranótt 13. desember. Hann faldi sig í fjósinu þegar verið var að mjólka en þegar enginn var á ferli, stökk hann fram og borðaði froðuna sem myndaðist ofan á mjólkurfötunum. Nú til dags eru eflaust flestir hættir að mjólka í fötur og við vitum ekki hvernig hann fer að í tæknivæddum fjósum nútímans. Til eru sögur um jólasvein sem hét Froðusleikir en líklega er það sami jólasveinn.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">í Grýlukvæði frá 18. öld er Giljagaur ekki kallaður jólasveinn heldur er sagður vera bróðir Grýlu. Við hunsum þá tilgátu og köllum hann áfram jólasvein.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni <em>Jólin koma</em> árið 1932 lýsir hann Giljagaur svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Giljagaur var annar,<br>
með gráa hausinn sinn.<br>
– Hann skreið ofan úr gili<br>
og skauzt í fjósið inn.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Hann faldi sig í básunum<br>
og froðunni stal,<br>
meðan fjósakonan átti<br>
við fjósamanninn tal.</em></p>

Giljagaur

Giljagaur kemur til byggða aðfaranótt 13. desember og er annar jólasveinanna. Hann faldi sig í fjósinu og borðaði froðuna sem myndaðist ofan á mjölkurfötunum.

<p class="font_8">Stúfur er, eins og nafnið gefur til kynna, minnstur jólasveinanna. Hann leitar að illa þrifnum pönnum og skrapar agnirnar sem brunnu fastar. Í gömlum heimildum ber Stúfur einnig nöfnin Pönnusleikir og Pönnuskuggi. Hann er því fyrstur fjögurra bræðra sem borða af eða úr eldhúsáhöldum og koma hinir í kjölfarið, það eru Þvörusleikir, Pottaskefill og loks Askasleikir.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Stúfur er að margra mati vinsælasti jólasveinninn en lýtur oft í lægra haldi fyrir Kertasníki sem kemur síðastur til byggða. <a href="https://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/908"><u>MMR</u></a> hefur gert árlegar kannanir frá árinu 2015 á vinsældum jólasveinanna. Allt til ársins 2020 var Kertasníkir vinsælastur en árið 2021 mældist Stúfur vin­sælastur jóla­sveinanna þegar 30% völdu Stúf en 28% Kertasníki.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni&nbsp;<em>Jólin koma</em>&nbsp;árið 1932 lýsir hann Stúfi svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Stúfur&nbsp;hét sá þriðji,</em></p>
<p class="font_8"><em>stubburinn sá.</em></p>
<p class="font_8"><em>Hann krækti sér í pönnu,</em></p>
<p class="font_8"><em>þegar kostur var á.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Hann hljóp með hana í burtu</em></p>
<p class="font_8"><em>og hirti agnirnar,</em></p>
<p class="font_8"><em>sem brunnu stundum fastar</em></p>
<p class="font_8"><em>við barminn hér og þar.</em></p>

Stúfur

Stúfur kemur til byggða aðfaranótt 14. desember og er þriðji jólasveinninn. Hann er minnstur þeirra bræðra, leitar að illa þrifnum pönnum og skrapar agnirnar sem brunnu fastar.

<p class="font_8">Þvörusleikir er grannur og spengilegur. Hann er kenndur við þvöru en þvara er stór sleif sem var notuð til að hræra í stórum pottum en þær eru ekki mjög algengar í dag. Þvara var orð yfir árar í bát, svo stór er þvaran. Þvörur voru þó ekki notaðar mjög oft, &nbsp;aðeins til að hræra í mjög stórum pottum. Þaðan kemur orðatiltækið „að standa eins og þvara“, þ.e. að standa og gera ekki neitt eins og þvörur gerðu flesta daga. Á 20. öld varð Þvörusleikir að láta sér sleifar nægja en allra síðustu ár hefur hann átt erfitt þar sem margar sleifar eru úr plasti og því sitja matarleifar í minna mæli eftir á sleifinni. Það gæti skýrt hvers vegna hann er svona slánalegur.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni&nbsp;<em>Jólin koma</em>&nbsp;árið 1932 lýsir hann Þvörusleiki svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Sá fjórði,&nbsp;Þvörusleikir,</em></p>
<p class="font_8"><em>var fjarskalega mjór.</em></p>
<p class="font_8"><em>Og ósköp varð hann glaður,</em></p>
<p class="font_8"><em>þegar eldabuskan fór.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Þá þaut hann eins og elding</em></p>
<p class="font_8"><em>og þvöruna greip,</em></p>
<p class="font_8"><em>og hélt með báðum höndum,</em></p>
<p class="font_8"><em>því hún var stundum sleip.</em></p>

Þvörusleikir

Þvörusleikir kemur til byggða aðfaranótt 15. desember. Hann sleikti matarleifar á þvörum en þvara er risa stór sleif sem eru ekki notaðar í dag.

<p class="font_8">Pottaskefill skóf afganga úr pottunum sem oft voru brenndir við botninn en þannig sannast máltækið „eins manns rusl er annars fjársjóður“ því fæst viljum við borða brenndan mat. Til eru heimildir sem nefna Skefil og Skófnasleiki og er ekki ólíklegt að verið sé að tala um sama jólasvein. Pottaskefill er stundum kallaður Pottasleikir.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni&nbsp;<em>Jólin koma</em>&nbsp;árið 1932 lýsir hann Pottaskefli svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Sá fimmti&nbsp;Pottaskefill,</em></p>
<p class="font_8"><em>var skrítið kuldastrá.</em></p>
<p class="font_8"><em>-Þegar börnin fengu skófir</em></p>
<p class="font_8"><em>hann barði dyrnar á.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Þau ruku’upp, til að gá að</em></p>
<p class="font_8"><em>hvort gestur væri á ferð.</em></p>
<p class="font_8"><em>Þá flýtti’ ann sér að pottinum</em></p>
<p class="font_8"><em>og fékk sér góðan verð.</em></p>

Pottaskefill

Pottaskefill kemur til byggða aðfaranótt 16. desember. Hann skóf afganga úr pottunum sem oft brunnu fastir. Fæst okkar myndi sætta sig við það.

<p class="font_8">Hér áður fyrr borðaði fólk úr öskum en askur er einskonar dolla með loki. Heimili fólks voru lítil og margir bjuggu á heimilinu. Það var því ekki hægt að koma öllum fyrir við borð og sat fólk því oft í rúmunum sínum og borðaði. Hver og einn átti sinn ask og fékk skammtaðan mat í hann. Þegar heimilisfólk var búið að borða settu þau askinn stundum á gólfið þar sem hundar, kettir eða önnur heimilisdýr, gátu étið úr askinum. Askasleikir faldi sig undir rúmum og reyndi að vera á undan dýrunum að borða afgangana. Í dag laumar hann sér inn að ísskápnum þar sem hann borðar úr Tupperware-döllunum.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni&nbsp;<em>Jólin koma</em>&nbsp;árið 1932 lýsir hann Askasleiki svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Sá sjötti&nbsp;Askasleikir,</em></p>
<p class="font_8"><em>var alveg dæmalaus.-</em></p>
<p class="font_8"><em>Hann fram undan rúmunum</em></p>
<p class="font_8"><em>rak sinn ljóta haus.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Þegar fólkið setti askana</em></p>
<p class="font_8"><em>fyrir kött og hund,</em></p>
<p class="font_8"><em>hann slunginn var að ná þeim</em></p>
<p class="font_8"><em>og sleikja á ýmsa lund.</em></p>

Askasleikir

Askasleikir kemur til byggða aðfaranótt 17. desember. Hann borðaði mat úr öskum, þar sem afgangarnir voru geymdir, en varð að vera á undan heimilisdýrunum.

<p class="font_8">Hurðaskellir er háværastur systkina sinna. Hann gekk harkalega um og skellti hurðunum á eftir sér. Fólk sem vildi svefnfrið fagnaði heimsókn hans ekki.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Jón Árnason gaf út þjóðsögur árið 1862. Þar er hann með sömu jólasveina og við þekkjum í dag nema í stað Hurðaskellis var jólasveinninn Faldafeykir. Sumir vilja meina að um sé að ræða sama svein, aðrir vilja meina að Faldafeykir hafi lyft upp pilsföldum eða fellt höfuðfald kvenna í faldbúningum. Hlutskipti okkar að fá Hurðaskelli er þá kannski allt í lagi.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni&nbsp;<em>Jólin koma</em>&nbsp;árið 1932 lýsir hann Hurðaskelli svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Sjöundi var&nbsp;Hurðaskellir,</em></p>
<p class="font_8"><em>-sá var nokkuð klúr,</em></p>
<p class="font_8"><em>ef fólkið vildi í rökkrinu</em></p>
<p class="font_8"><em>fá sér vænan dúr.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Hann var ekki sérlega</em></p>
<p class="font_8"><em>hnugginn yfir því,</em></p>
<p class="font_8"><em>þó harkalega marraði</em></p>
<p class="font_8"><em>hjörunum í.</em></p>

Hurðaskellir

Hurðaskellir kemur til byggða aðfaranótt 18. desember. Hann var tíður gestur á mörgum heimilum en skellti dyrunum þegar heimilisfólk var að festa svefn.

<p class="font_8">Skyrgámi þykir skyr afar gott og þaðan dregur hann nafn sitt. Hann stalst inn í búrið og svolgraði skyrið í sig sem geymt var í skyrtunnunni þar til hann „stóð á blístri“ en það merkir að vera pakksaddur eða alveg að springa. Skyrgámur gekk einnig undir nafninu Skyrjarmur hér á árum áður en þekkist ekki undir neinu öðru en Skyrgámur í dag.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni&nbsp;<em>Jólin koma</em>&nbsp;árið 1932 lýsir hann Skyrgámi svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Skyrjarmur, sá áttundi,</em></p>
<p class="font_8"><em>var skelfilegt naut.</em></p>
<p class="font_8"><em>Hann hlemminn o’n af sánum</em></p>
<p class="font_8"><em>með hnefanum braut.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Svo hámaði hann í sig</em></p>
<p class="font_8"><em>og yfir matnum gein,</em></p>
<p class="font_8"><em>uns stóð hann á blístri</em></p>
<p class="font_8"><em>og stundi og hrein.</em></p>

Skyrgámur

Skyrgámur kemur til byggða aðfaranótt 19. desember. Hann hámaði í sig skyr úr tunnunni þar sem það var geymt þar til hann varð pakksaddur.

<p class="font_8">Bjúgnakrækir er sólginn í bjúgu en lætur pylsur sleppa ef bjúgu eru ekki í boði. Hér áður fyrr klifraði hann upp í rjáfur eldhúsa á torfhúsunum og stal bjúgunum en þar var hann oft löngum stundum, fastur í reyk og sóti á meðan heimilisfólk eldaði. Hann hafði þá allavega eitthvað að borða á meðan.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni&nbsp;<em>Jólin koma</em>&nbsp;árið 1932 lýsir hann Bjúgnakræki svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Níundi var&nbsp;Bjúgnakrækir,</em></p>
<p class="font_8"><em>brögðóttur og snar.</em></p>
<p class="font_8"><em>Hann hentist upp í rjáfrin</em></p>
<p class="font_8"><em>og hnuplaði þar.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Á eldhúsbita sat hann</em></p>
<p class="font_8"><em>í sóti og reyk</em></p>
<p class="font_8"><em>og át þar hangið bjúga,</em></p>
<p class="font_8"><em>sem engan sveik.</em></p>

Bjúgnakrækir

Bjúgnakrækir kemur til byggða aðfaranótt 20. desember. Hann klifraði upp í rjáfur og stóð þar í hita og reyk. Þar gæddi hann sér á bjúgum.

<p class="font_8">Gluggagægir hefur alltaf látið matinn sem Grýla eldar duga. Hans iðja er að gægjast inn um glugga, ekki til að fylgjast með fólkinu heldur til að leita að einhverju sem hann girnist, laumar sér svo inn og tekur það. Til allrar hamingju er hann hættur þessum ósið. Í eldri heimildum má finna frásögn um jólasveininn Gangagægi sem má hafa verið sami jólasveinn en gæti líka hafa verið annar sem hafði svipaða hæfileika og áhugamál og Gluggagægir.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni&nbsp;<em>Jólin koma</em>&nbsp;árið 1932 lýsir hann Gluggagægi svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Tíundi var&nbsp;Gluggagægir,</em></p>
<p class="font_8"><em>grályndur mann,</em></p>
<p class="font_8"><em>sem laumaðist á skjáinn</em></p>
<p class="font_8"><em>og leit inn um hann.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Ef eitthvað var þar inni</em></p>
<p class="font_8"><em>álitlegt að sjá,</em></p>
<p class="font_8"><em>hann oftast nær seinna</em></p>
<p class="font_8"><em>í það reyndi að ná.</em></p>

Gluggagægir

Gluggagægir kemur til byggða aðfaranótt 21. desember. Hann fylgdist ekki með fólki, hann stóð við gluggana í leit að dóti sem hann girntist.

<p class="font_8">Gáttaþefur þekkist best af stóra nefinu sínu. Honum þykir laufabrauð afbragðs gott og þefar það uppi úr mikilli fjarlægð, jafnvel heim í hellinn sem dregur hann til byggða.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni&nbsp;<em>Jólin koma</em>&nbsp;árið 1932 lýsir hann Gáttaþef svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Ellefti var&nbsp;Gáttaþefur</em></p>
<p class="font_8"><em>-aldrei fékk sá kvef,</em></p>
<p class="font_8"><em>og hafði þó svo hlálegt</em></p>
<p class="font_8"><em>og heljarstórt nef.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Hann ilm af laufabrauði</em></p>
<p class="font_8"><em>upp á heiðar fann,</em></p>
<p class="font_8"><em>og léttur, eins og reykur,</em></p>
<p class="font_8"><em>á lyktina rann.</em></p>

Gáttaþefur

Gáttaþefur kemur til byggða aðfaranótt 22. desember. Hann fann lykt af nýsteiktu laufabrauði langar leiðir sem dró hann stundum til byggða.

<p class="font_8">Ketkrókur er, eins og nafnið gefur til kynna, sólginn í kjöt. Hann gekk um með eins konar staf með krók á endanum sem hann rak niður um strompinn, krækti í gott hangikjötslæri sem hékk í eldhúsloftinu og veiddi það svo upp í gegnum strompinn.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í eldri heimildum er getið um annan jólasvein, Reykjarsvelg, sem virðist aðeins hafa viljað þefa af reyknum af hangikjötinu, kannski eins konar blanda af Gáttaþef og Ketkróki.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni&nbsp;<em>Jólin koma</em>&nbsp;árið 1932 lýsir hann Ketkróki svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Ketkrókur, sá tólfti,</em></p>
<p class="font_8"><em>kunni á ýmsu lag.-</em></p>
<p class="font_8"><em>Hann þrammaði í sveitina</em></p>
<p class="font_8"><em>á Þorláksmessudag.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Hann krækti sér í tutlu,</em></p>
<p class="font_8"><em>þegar kostur var á.</em></p>
<p class="font_8"><em>En stundum reyndist stuttur</em></p>
<p class="font_8"><em>stauturinn hans þá.</em></p>

Ketkrókur

Ketkrókur kemur til byggða aðfaranótt 23. desember. Hann stóð upp á þaki og veiddi hangikjöt upp í gegnum strompinn.

<p class="font_8">Kertasníkir stal kertum af heimilum en hann kveikti ekki á þeim, hann borðaði þau. Í gamla daga var hann stundum kallaður Kertasleikir.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Kertin sem hann borðaði voru töluvert frábrugðin vaxkertunum sem við þekkjum í dag. Þetta voru tólgarkerti. Tólg er hörð fita sem kemur úr sauðfé og nautgripum. Tólgarkerti voru dýr í framleiðslu og voru aðeins notuð til hátíðarbrigða á heimilum en reglulega í guðsþjónustum, sem þó voru hátíðlegar og borin mikil virðing fyrir. Þá var hefð fyrir því að allir á heimilinu fengu tólgarkerti á aðfangadagskvöld og var mikil hátíð þegar kveikt var á öllum kertunum vegna allrar birtunnar. Lýsislampar og grútarkolur var alla jafna notað en gaf mikið minni birtu. Tólgarkerti eru sjaldgæf í dag því þau lykta ekki mjög vel, þau eru langt frá því að vera ilmkerti. Tólg er notuð við matargerð í dag, bæði til að steikja upp úr, t.d. kleinur en tólg er líka sett út á fisk og kannast margir við hamsatólg. Talið er að fólk hafi farið að búa tólgarkertin til á 15. öld en þar á undan notaði fólk kolur og íhvolf bein. Mör og lýsi var þá notað sem eldsmaturinn. Mör er fitan sem umlykur innyfli dýra en enn þann dag í dag er mör notaður í matargerð, m.a. í lifrarpylsu og hamsatólg.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">MMR hefur gert árlegar kannanir frá árinu 2015 á vinsældum jólasveinanna. Allt til ársins 2020 var Kertasníkir valinn vinsælastur jólasveinanna en árið 2021 beið hann lægri hlut fyrir Stúfi sem hlaut 30% atkvæða á móti 28% sem völdu Kertasníki.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni&nbsp;<em>Jólin koma</em>&nbsp;árið 1932 lýsir hann Kertasníki svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Þrettándi var&nbsp;Kertasníkir,</p>
<p class="font_8">-þá var tíðin köld,</p>
<p class="font_8">ef ekki kom hann síðastur</p>
<p class="font_8">á aðfangadagskvöld.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Hann elti litlu börnin,</p>
<p class="font_8">sem brostu glöð og fín,</p>
<p class="font_8">og trítluðu um bæinn</p>
<p class="font_8">með tólgarkertin sín.</p>

Kertasníkir

Kertasníkir kemur til byggða aðfaranótt 24. desember. Kertasníkir stal kertum af heimilum en hann kveikti ekki á þeim, hann borðaði þau. Í gamla daga var hannn stundum kallaður Kertasleikir. 

<p class="font_8">Grýla er þekktust fyrir að vera mamma jólasveinanna og Leppalúði faðir þeirra. Það virðist þó ekki vera svo. Sumir jólasveinanna eru sagðir vera synir Grýlu, aðrir bræður hennar og enn aðrir hennar hyski. Það er þó ýmislegt sem vitað er um Grýlu sem hefur ekki farið hátt síðustu áratugi. Það er kannski rétt að vara við þeirri umfjöllun.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Hér á árum áður var Grýla þekkt fyrir að taka óþekk börn og stinga þeim í poka. Það hefur þó hvergi komið fram að Grýla hafi nokkurn tímann borðað barn. Hún var líka sögð vera annað hvort með þrjú eða þrjúhundruð höfuð. Því er ekki allt að marka og engin ástæða til að hræðast Grýlu í dag. Hún er ljúf inni við beinið. Þá virðist Grýla eiga fjölda ættingja bæði á Norðurlöndunum og víða annars staðar í Evrópu. Grýla er þó verst þeirra. Sögu Grýlu má rekja til 13. aldar en hennar er getið í Snorra-Eddu. Þar segir:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Hér fer Grýla</em></p>
<p class="font_8"><em>í garð ofan</em></p>
<p class="font_8"><em>og hefur á sér</em></p>
<p class="font_8"><em>hala fimmtán.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Grýla er ekki tengd við jólin fyrr er á 17. öld en það er á svipuðum tíma sem hún er sögð borða óþekk börn.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Grýla var þrígift. Fyrsti maðurinn hennar hét Boli og bjuggu þau á Arinhellu. Þau áttu að minnsta kosti átta börn. Hann lést úr elli.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar segir:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Grýla og Boli bæði hjón</em></p>
<p class="font_8"><em>börn er sagt þau finni</em></p>
<p class="font_8"><em>þau er hafa svæsinn són</em></p>
<p class="font_8"><em>til sorgar mömmu sinni.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Boli, boli bankar á dyr,</em></p>
<p class="font_8"><em>ber hann fram með stöngum;</em></p>
<p class="font_8"><em>bíta vill hann börnin þau</em></p>
<p class="font_8"><em>sem belja fram í göngum.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Annar maður Grýlu hét Gustur. Lítið er vitað um hann annað en að Grýla át hann þegar hann drapst en við vitum ekki hvernig hann dó. Sumar heimildir segja að Grýla hafi borðað Bola en engin sem segir að hún hafi borðað þá báða. Við teljum líklegra að hún hafi borðað Gust. Ætla má að Grýla og Gustur hafi átt um 40-50 börn saman miðað við þau 70-80 nöfn jólasveinasystkinanna sem þekkjast.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Þá giftist Grýla manninum sem við þekkjum í dag, Leppalúða. Þau eignuðust 20 börn saman. Nánari umfjöllun um Leppalúða má finna <a href="https://www.askasleikir.is/fjolskyldan/leppaludi"><u>HÉR</u></a>.</p>

Grýla

Grýla er mamma jólasveinanna, hún er illkvittin en með hlýtt hjarta innst við beinið. Hún á um 80 börn og eru elstu heimildir um hana um 800 ára gamlar.

<p class="font_8">Leppalúði er þriðji eiginmaður Grýlu og kynntist henni á 17. öld. Hann er latur og hefur það helsta hlutverk að bíða heima í hellinum eftir að Grýla komi heim og færi honum mat. Þjóðsögur segja hann stundum veiða bæði menn og börn en jólasveinarnir minnast þess ekki. Í þjóðsögum frá 19. öld er gefið í skyn að Leppalúði sé faðir jólasveinanna, eldri heimildir segja þó að Grýla hafi átt þá í fyrri hjónaböndum. Þó er ekki ólíklegt að Leppalúði og Grýla eigi einhver börn saman en hver þau eru veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá. Leppalúði gæti verið faðir um 20 af þeim u.þ.b. 80 börnum sem Grýla á.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Eitt sinn veiktist Grýla og lá veik í heilt ár. Leppalúði var til fárra hluta nytsamlegur og þau brugðu því á það ráð að ráða vinnustúlku á heimilið. Hún hét Lúpa. Ekki leið á löngu þar til hún varð ólétt og eignaðist hún soninn Skrögg með Leppalúða. Grýla varð snælduvitlaus þegar hún komst loks á lappir og komst að þessu. Hún rak Lúpu og Skrögg af heimilinu. Leppalúði gaf þeim þá eyju þar sem þau héldu til þar til Lúpa lést en þá var Skröggur 12 ára. Hann leitaði þá til Álfheima og eignaðist 22 börn með Skjóðu sem var dóttir konungs en þau létust öll.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Flest jólasveinanöfnin gefa til kynna hvaða eiginleika þeir bræður hafa. Ef við ráðum í nafn Leppalúða er ljóst að hans hlutskipti er ekki merkilegt. Leppur getur þýtt tuska, léleg flík eða jafnvel drusla. Lúði kemur mögulega af fiskinum lúðu en getur einnig þýtt lúðalegur, larfalegur eða illa klæddur.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">í bókinni <em>Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur</em> sem gefin var út 1898−1903 má finna ljóð um Leppalúða:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>1. Hér er kominn hann Leppalúði<br>
leiðinlega stór.<br>
Einn var eg staddur<br>
innar í kór.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>2. Einn var eg staddur,<br>
og þá kom hann þar,<br>
kafloðinn belginn<br>
á bakinu bar.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>3. Með kafloðinn belginn<br>
kom hann þá hér.<br>
Það var hans hið fyrsta<br>
hann heilsaði mér.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>4. Það var hans hið fyrsta<br>
hann beiddi mig um barn.<br>
„Þú átt að vera mér<br>
svo gustukagjarn.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>5. Þú átt að gjöra<br>
það gustukaverk.<br>
Varla‘ er þér það vorkennandi<br>
velmenntuðum klerk.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>6. Varla‘ er þér vorkennandi,<br>
að veita mér þá bæn.<br>
Gefðu mér hana Ólöfu.<br>
Ekki‘ er hún svo væn.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>7. Gefðu mér hana Ólöfu<br>
í gráa belginn minn.<br>
Ekki et eg meira<br>
einsamall um sinn.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>8. Ekki et eg meira,<br>
og er það nógu frekt.“<br>
Þá hló hann Leppalúði,<br>
og það var skrítilegt.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>9. Þá hló hann Leppalúði,<br>
og þá hræddist eg.<br>
Grettist hann allur<br>
grimmilega með.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>10. Grettist hann allur<br>
og gjörði svo að tjá:<br>
„Ekki‘ ætla‘ eg að snópa hér,<br>
allt í frá.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>11. Ekki‘ ætla eg að snópa hér,<br>
þú eyðir frá mér;<br>
Tíundina á eg,<br>
að taka hjá þér.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>12. „Tíundina áttu‘ ekki,“<br>
talaði hinn það.<br>
„Hafa máttu heldur<br>
hundana í spað.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>13. Hafa máttu heldur,<br>
hvað sem þú vilt.<br>
Gefa skal eg þér Björn litla,<br>
geðugan pilt.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>14. Gefa skal eg þér Björn litla,<br>
gott áttu þá.“<br>
Ærðist hann Leppalúði<br>
og ólmaðist þá.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>15. Ærðist hann Leppalúði.<br>
Eg fór þá á burt;<br>
aldrei hefi‘ eg litið<br>
argari furt.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>16. Aldrei hefi‘ eg hræddari<br>
orðið en þá;<br>
elti hann mig leingi,<br>
Og ætlaði mér að ná.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>17. Elti hann mig leingi,<br>
mér óttaði það mest;<br>
komst eg í kirkjuna<br>
og kallaði‘ í prest.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>18. Komst eg í kirkjuna,<br>
og kom hann þá inn;<br>
kallaði prestur<br>
í kórdjákna sinn.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>19. Kallaði prestur:<br>
„Komdu nú hér.<br>
Hríngdu nú Gísli minn,<br>
Og hraðaðu þér.“</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>20. Hringdi‘ hann þá Gísli,<br>
eg heyrði það sagt.<br>
Hljóp hann inn í Búrfell<br>
Með höfuðið skakt.</em></p>

Leppalúði

Leppalúði er þriðji eiginmaður Grýlu. Hann er latur, gerir lítið heima og kemur sjaldan til byggða, þó ekki útilokað að rekast á hann.

<p class="font_8">Jólakötturinn er nýjasti fjölskyldumeðlimur jólasveinanna en hefur tilheyrt fjölskyldunni lengi. Hann kemur til sögunnar á 19. öld og er margt á huldu um uppruna hans. Það er þó sitthvað sem við vitum um þetta einkennilega og dularfulla gæludýr, annað en að vera risastór og er sagður éta alla þá sem ekki fá ný föt fyrir jólin. Það fólk „fer í jólaköttinn" sem þýðir að jólakötturinn éti þau.&nbsp;Þó eru engin dæmi um það að jólakötturinn hafi einhvern tímann étið nokkurn. Mögulega er hann bara farinn að éta fóður eins og aðrir kettir. Einnig eru frásagnir um það að jólakötturinn éti matinn frá börnunum og jafnvel fullorðnum líka. Að fara í jólaköttinn er sambærilegt orðatiltækinu „að fara í hundana“ en það merkir að sólunda lífi sínu eða eyðileggja framtíð sína. Ástæða þess að áhersla var lögð á að eignast ný föt gæti jafnvel tengst baðferðum sem voru ekki mjög tíðar, stundum á laugardögum en svo alltaf fyrir jól. Fólk fór svo í nýju og hreinu fötin eftir jólabaðið.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Víða í Evrópu er samskonar skepna á ferli, með svipaða eiginleika og áherslur. Hægt er að færa rök fyrir því að jólakötturinn tákni hinn illa, Djöfulinn, með tengingu í púkann sem fylgdi heilögum Nikulási, fyrirmynd jólasveinsins. Í Evrópu var til fyrirbæri sem kallaðist Djöflaköttur og er hinn íslenski jólaköttur mögulega sama vera eða á a.m.k. ættir sínar að rekja til sama forföður, púkans sem fylgdi Nikulási. Við ætlum þó ekki að fara dýpra í þá sálma hér. Norræni jólahafurinn (IKEA geitin) er líklega þekktasti ættingi jólakattarins en jólahafurinn hefur sömu eiginleika og kötturinn okkar. Hann fylgist með jólaundirbúningi landsmanna og refsar þeim sem bregðast.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Jón Árnason safnaði íslenskum þjóðsögum en í öðru bindi hans segir hann nokkur orð um jólaköttinn:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Þó gátu menn ekki notið jólagleðinnar með öllu áhyggjulausir því auk&nbsp;jólasveinanna&nbsp;var það trú að óvættur væri á ferð sem kallaður væri&nbsp;jólaköttur. Hann gerði reyndar engum þeim mein sem eignuðust einhverja nýja flík að fara í á&nbsp;aðfangadagskvöldið, en hinir sem ekkert nýtt fat fengu „fóru allir í jólaköttinn“ svo hann tók þá eða að minnsta kosti&nbsp;jólarefinn&nbsp;þeirra og þótti þá góðu fyrir goldið ef kötturinn gerði sig ánægðan með hann.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni&nbsp;<em>Jólin koma</em>&nbsp;árið 1932 lýsir hann jólakettinum svona:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Þið kannist við jólaköttinn,<br>
– sá köttur var gríðarstór.<br>
Fólk vissi ekki hvaðan hann kom<br>
eða hvert hann fór.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Hann glennti upp glyrnurnar sínar,<br>
glóandi báðar tvær.<br>
– Það var ekki heiglum hent<br>
að horfa í þær.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Kamparnir beittir sem broddar,<br>
upp úr bakinu kryppa há,<br>
– og klærnar á loðinni löpp<br>
var ljótt að sjá.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Hann veifaði stélinu sterka,<br>
hann stökk og hann klóraði og blés,<br>
– og var ýmist uppi í dal<br>
eða úti um nes.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Hann sveimaði, soltinn og grimmur,<br>
í sárköldum jólasnæ,<br>
og vakti í hjörtunum hroll<br>
á hverjum bæ.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Ef mjálmað var aumlega úti<br>
var ólukkan samstundir vís<br>
Allir vissu´, að hann veiddi menn<br>
en vildi ekki mýs.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Hann lagðist á fátæka fólkið,<br>
sem fékk enga nýja spjör<br>
fyrir jólin – og baslaði og bjó<br>
við bágust kjör.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Frá því tók hann ætíð í einu<br>
allan þess jólamat,<br>
og át það svo oftast nær sjálft,<br>
ef hann gat.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Þvi var það að konurnar kepptust<br>
við kamba og vefstól og rokk,<br>
og prjónuðu litfagran lepp<br>
eða lítinn sokk.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Því kötturinn mátti ekki koma<br>
og krækja í börnin smá<br>
– Þau urðu að fá sína flík<br>
þeim fullorðnu hjá.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Og er kveikt var á jólakvöldið<br>
og kötturinn gægðist inn,<br>
stóðu börnin bísperrt og rjóð,<br>
með böggulinn sinn.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Sum höfðu fengið svuntu<br>
og sum höfðu fengið skó,<br>
eða eitthvað, sem þótti þarft,<br>
– en það var nóg.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Því kisa mátti engan eta,<br>
sem einhverja flíkina hlaut. –<br>
Hún hvæsti þá heldur ljót<br>
og hljóp á braut.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Hvort enn er hún til veit ég ekki,<br>
– en aum yrði hennar för,<br>
ef allir eignuðust næst<br>
einhverja spjör.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Þið hafið nú kannski í huga<br>
að hjálpa, ef þörf verður á.<br>
– Máske enn finnist einhver börn<br>
sem ekkert fá.</em></p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8"><em>Máske, að leitin að þeim sem líða<br>
af ljós-skorti heims um ból,<br>
gefi ykkur góðan dag<br>
og gleðileg jól.</em></p>

Jólakötturinn

Jólakötturinn kemur kemur til sögunnar á 19. öld en á sér enn lengri sögu. Hann á frægan ættinga en jólakötturinn og IKEA-geitin eru líklega skyld.

<p class="font_8">Þessi furðulega fjölskylda á sér langa sögu og var í upphafi þjóðsaga þar til einstakir meðlimir fjölskyldunnar fóru að láta sjá sig. Jólasveinarnir voru bæði þjófar og hrekkjóttir, eins og kannski má gefa sér af nöfnum þeirra og af tröllakyni í þokkabót. Á fyrri hluta síðustu aldar fór fjölskyldan að blandast sambærilegum karakterum frá Evrópu og fór síðan að taka upp þennan rauða ameríska búning og höfum því lengi vel átt 13 ameríska jólasveina sem allir heita mismunandi nöfnum. Askasleikir.is vildi halda í ákveðin íslensk gildi í klæðnaði sínum og leggur áherslu á að vel sjáist í andlitið líka. Þannig má líka þekkja þá í sundur.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Að minnsta kosti 77 nöfn jólasveinanna eru þekkt, þeirra á meðal eru Pönnuskuggi, Dúðadurtur, Flórsleikir, Baggalútur, Litlipungur, Kleinusníkir, Smjörhákur, Guttormur, Bjálfinn, Þorlákur, Sighvatur og Steingrímur. Jólasveinarnir eru þó ekki aðeins sveinar en dæturnar Leiðindaskjóða, Bóla, Redda, Syrpa, Hnúta, Nípa, Típa, Næja, Tæja, Leppatuska, Sledda, Skotta og Strympa ásamt fleiri konum eru nefndar í ýmsum kvæðum og þjóðvísum.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Til eru heimildir sem herma að Grýla hafi átt fyrri eiginmann sem hét Boli og sumir vilja jafnvel meina að hún hafi átt enn annan sem hét Gustur. Við vitum þó að núverandi eiginmaður Grýlu er Leppalúði sem jafnframt er faðir jólasveinanna. Sögu Grýlu má rekja til 13. aldar en fór ekki að borða óþekk börn fyrr en á 17. eða 18. öld. Þó hefur hvergi komið fram að Grýla hafi borðað nokkuð barn. Sumir jólasveinanna eru sagðir vera synir Grýlu, aðrir bræður hennar enn aðrir hennar hyski.</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er Jólakötturinn sem kemur til sögunnar á 19. öld. Lítið er vitað um hann annað en að vera risa stór og að eiga að éta alla þá sem ekki fá ný föt fyrir jólin sem þá „fara í jólaköttinn".</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Það er svo Jóhannes úr Kötlum sem á heiðurinn að hafa valið nöfn þeirra þrettán jólasveina sem nú koma til byggða ár hvert þegar hann samdi Jólasveinavísurnar. Þeir eru eftirfarandi:</p>
<p class="font_8"><br></p>
<p class="font_8">Stekkjastaur</p>
<p class="font_8">Giljagaur</p>
<p class="font_8">Stúfur</p>
<p class="font_8">Þvörusleikir</p>
<p class="font_8">Pottaskefill</p>
<p class="font_8">Askasleikir</p>
<p class="font_8">Hurðaskellir</p>
<p class="font_8">Skyrgámur</p>
<p class="font_8">Bjúgnakrækir</p>
<p class="font_8">Gluggagægir</p>
<p class="font_8">Gáttaþefur</p>
<p class="font_8">Ketkrókur</p>
<p class="font_8">Kertasníkir</p>

Íslensku jólasveinarnir

Íslensku jólasveinarnir eiga sér langa sögu sem fyrst voru óprúð tröll en tóku síðan á sig mynd ameríska jólasveinsins.

bottom of page