Fjölskylduboð og heimsóknir
Við tökum að okkur heimsóknir bæði í heimahúsum og í sölum. Fyrirkomulag og verð eru ólík eftir staðsetningu og eru útskýrð hér fyrir neðan.
Heimsókn í heimahúsi
Í heimahúsum er boðið upp á 20 mínútna heimsókn. Jólasveinninn mætir með gítarinn, tekur lagið, segir sögur, situr fyrir á myndum og getur gefið gjafir úr strigapoka í lok heimsóknar, hafi það verið undirbúið.
Verð:
-
30.000 kr.
-
Þorláksmessa: 40.000 kr.
-
Jóladagur, annar í jólum, gamlársdagur og nýársdagur: 50.000 kr.
Heimsókn í heimahúsi hentar jafnt kjarnafjölskyldu sem stórfjölskyldu. Við erum einfaldlega að mæta í heimahús og laga heimsóknina að aðstæðum hverju sinni.
Fjölskylduboð í heimahúsi (óformleg viðvera)
Einnig bjóðum við upp á óformlega viðveru í heimahúsi, þar sem jólasveinninn er á svæðinu í um 40 mínútur án formlegrar dagskrár.
Þá getur hann meðal annars aðstoðað við bakstur, skorið út laufabrauð með fjölskyldunni, staðið vaktina yfir kakópottinum, spjallað við fjölskylduna um heima og geima
Verð: 30.000 kr.
👉 Heimsókn og fjölskylduboð í heimahúsi eru sama þjónusta og á sama verði.
Markmiðið er alltaf það sama: hlý samvera, róleg gleði og jólastemning sem passar fjölskyldunni.
Fjölskylduboð í sal
Sé fjölskylduboðið haldið utan heimilis, til dæmis í sal, er boðið upp á tvær útfærslur:
20 mínútna dagskrá – 50.000 kr.
Jólasveinninn mætir með gítarinn, tekur lagið, segir sögur, situr fyrir á myndum og getur gefið gjafir úr strigapoka.
40 mínútna dagskrá – 70.000 kr.
Fyrri 20 mínúturnar eru líkar og að ofan. Að þeim loknum er gengið í kringum jólatréð í aðrar 20 mínútur, annað hvort undir gítarleik jólasveinsins eða með tónlist úr hljóðkerfi. Jólasveinninn gengur þá með hópnum í kringum tréð.
⚠️ Mjög mikilvægt:
Boð utan heimilis, svo sem í sal, eru alltaf á hærra verði en heimsóknir í heimahús.

