top of page
Untitled design (10).png

Kæru Hornfirðingar! Askasleikir hér 👋 

Eftir frábærar viðtökur fyrir fullum sal í fyrra, get ég eiginlega ekki annað en komið aftur. Ég segi í fullri alvöru að ég hef hugsað til næstu sýningar frá síðustu jólum 🥰

Í ár býð ég upp á glæný töfrabrögð en sami galsinn verður í fyrirrúmi 🔥Auk þess verður myndataka í boði í lok sýningar fyrir þá sem vilja eiga minningu um stundina.

Töfrasýningin fer fram á Hafinu (hjartans þakkir) og stendur í um klukkustund.

 

Hægt er að greiða með bæði posa og pening á staðnum en ég yrði þér þakklátur ef búið verður að ganga frá greiðslu áður, þið komist þá líka fyrr inn í sal. Í fyrra seldist upp og þá eiga seldir miðar forgang.

🔔 Athugið: Bókunarkerfið okkar er frekar heimilislegt. Þið fáið því ekki sjálfvirka staðfestingu strax eftir kaup,
en ekki örvænta! Ég sendi ykkur staðfestingu persónulega um leið og ég hef tækifæri til ❤️ Ef þið þurfið reikning megið þið gjarnan senda mér skilaboð og ég græja það um hæl.

Kaupa miða
bottom of page