top of page
8.png

Aðfaranótt 12. desember kemur Stekkjastaur til byggða. Hann vappar um byggðir í 13 daga og fer heim 25. desember. Sá síðasti í röðinni, Kertasníkir, fer til byggða á þrettándanum, 6. janúar.

 

Aðfaranótt:

12. desember kemur Stekkjastaur (getur gefið mjólk)

13. desember kemur Giljagaur (getur gefið rjóma)

14. desember kemur Stúfur

15. desember kemur Þvörusleikir (getur gefið sleif)

16. desember kemur Pottaskefill (getur gefið pott eða bolla)

17. desember kemur Askasleikir (getur gefið ílát)

18. desember kemur Hurðaskellir

19. desember kemur Skyrgámur (getur gefið skyr - miða um að skyrið sé í ísskápnum)

20. desember kemur Bjúgnakrækir (getur gefið bjúgu eða pylsur)

21. desember kemur Gluggagægir

22. desember kemur Gáttaþefur (getur gefið laufabrauð)

23. desember kemur Ketkrókur (getur gefið kjöt sem borðað er næsta kvöld)

24. desember kemur Kertasníkir (getur gefið kerti)

Við gefum fjölbreyttar gjafir í skó barnanna, bæði þeirra sem eru prúð og góð og þeirra sem hafa ekki sýnt sína bestu hegðun. Það er okkur sérstaklega ánægjulegt að gefa börnum það sem þegar vantar, t.d. sokka, náttföt, blýant og strokleður eða nýjan tannbursta. Við mælum með að nota lagersölur til að spara aurinn, safna gjöfunum yfir allt árið og þannig deila kostnaði. Í samtali við einn jólasvein sagðist hann hafa keypt allar gjafirnar fyrir innan við 5.000 krónur með því að kaupa á útsölum yfir allt árið. Hér að neðan eru dæmi um það sem við gefum börnum fyrir jól. 

Prúðu börnin

​​

  • Bókasafnskort

  • Nærföt

  • Sokkar

  • Tannbursti

  • Tannkrem

  • Föndurdót

  • Mandarína

  • Epli

  • Appelsína

  • Penni

  • Litir

  • Litabók

  • Pennaveski

  • Teikniblokk

  • Límmiðar

  • Kerti

  • Spilastokkur

  • Fjölskylduspil

  • Happaþrenna

  • Kúla í baðið

  • Hárspennur

  • Hárteygjur

  • Spöng

  • Stimplar

  • Tattoo

  • Bíll

  • Segulkubbar

  • Lego

  • Náttföt

  • Blöðrur

  • Prumpublaðra

  • Gormur

  • Slímhönd

  • Sápukúlur

  • Saltstangir

  • Varasalvi

  • Skopparabolti

  • 100 kall fyrir tyggjókúlu í sjálfsala

  • Snjókúla sem maður hristir

  • Bolli

  • Swiss Miss

  • Sykurpúðar

  • Púsluspil

  • Jólaskraut

  • Bók

  • Húfa

  • Vettlingar

  • Kökuform

  • Tilbúið kökudeig

  • Morgunkorn í litlu kössunum (Variety pack)

Við viljum nú ekki tala um óþægu börnin en þau sem ekki hafa sýnt sína bestu hegðun verða nú líka að fá eitthvað. Venjuleg kartafla frá jólasveininum er mjög gildishlaðið. Hér eru því nokkrar tillögur:

  • Gullauga (þessi venjulega kartafla)

  • Rautt gullauga

  • Soðnar kartöflur

  • Steiktar kartöflur

  • Sætar kartöflur

  • Franskar kartöflur

  • Sætar franskar kartöflur

  • Vöfflufranskar-kartöflur

  • Krullufranskar-kartöflur

  • Flysjaðar kartöflur

  • Kartöflustappa

  • Kartöflusalat

  • Kartöflumús

  • Pik nik

  • Kartöfluklattar

  • Fylltar kartöflur

  • Bakaðar kartöflur

  • Grillaðar kartöflur

  • Kartöflugratín

  • Karafla (borðflaska)

  • Og okkar uppáhalds, kartöfluflögur (snakk)

bottom of page