top of page
Search
Writer's pictureKertasníkir

Nú skal segja

A

Nú skal segja, nú skal segja

E A

hvernig litlar telpur gera:

Vagga brúðu, vagga brúðu

E A

-og svo snúa þær sér í hring.


Nú skal segja, nú skal segja

hvernig litlir drengir gera:

Sparka bolta, sparka bolta

-og svo snúa þeir sér í hring.


Nú skal segja, nú skal segja

hvernig ungar stúlkur gera:

Þær sig hneigja, þær sig hneigja

-og svo snúa þær sér í hring.


Nú skal segja, nú skal segja

hvernig ungir piltar gera:

Taka ofan, taka ofan

-og svo snúa þeir sér í hring.


Nú skal segja, nú skal segja

hvernig gamlar konur gera:

Prjóna sokka, prjóna sokka

-og svo snúa þær sér í hring.


Nú skal segja, nú skal segja

hvernig gamlir karlar gera:

Taka í nefið, taka í nefið

-og svo snúa þeir sér í hring.

AAAtsjúú!!!


Lag: Danskt lag

Texti: Húsgangsþýðing

Þá nýfæddur Jesú

Þá nýfæddur Jesú í jötunni lá, á jólunum fyrstu var dýrðlegt að sjá. Þá sveimuðu englar frá himninum hans, því hann var nú fæddur í líkingu

Jólahjól

Undir jóla hjóla tré er pakki Undir jóla hjóla tré er voðalega stór pakki í silfurpappír og mamma og pabbi glotta í laumi í kampinn.

Comments


bottom of page