LEIKSKÓLAR
Fátt jafnast á við gleðina þegar jólasveinarnir birtast á leikskólanum! Við bjóðum upp á skemmtilegar og hjartahlýjar jólasveinaheimsóknir sem henta einstaklega vel fyrir leikskóla.
Við bjóðum upp á fjölbreyttar heimsóknir sem henta leikskólum af öllum stærðum og gerðum, frá stuttum heimsóknum á deildir til stórra samverustunda fyrir allan leikskólann. Jólasveinarnir okkar státa af langri reynslu af vinnu með börnum og starfa margir með börnum allan ársins hring. Því leggjum við áherslu á að passa sérstaklega vel upp á þau allra yngstu, að galsinn verði þeim ekki um of svo þau geti líka fengið að njóta.
Jólasveinarnir okkar mæta glaðbeittir með kassagítarinn og leiða börnin í sameiginlegan söng. Stundum laumum við inn nokkrum töfrabrögðum eða öðru sprelli sem hentar yngstu kynslóðinni vel. Við tryggjum að börnin hlæji, njóti stundarinnar og auðvitað má treysta á að gleðin sé í hávegum höfð!
Við leggjum okkur fram við að skapa eftirminnilega upplifun:
✨ Oft byrjar ævintýri jólasveinanna úti á leikvelli þar sem börnin sjá sveinana birtast áður en þeir koma askvaðandi inn
✨ Við höfum jafnvel komið inn um glugga, til að gera minninguna enn eftirminnilegri
✨ Að heimsókn lokinni dreifum við gjöfum sé þess óskað. Annað hvort afhendum við sjálfir eða hjálpum til við úthlutun
Skemmtileg og fjölbreytt jólasýning fyrir öll leikskólabörn!
Askasleikir kemur í heimsókn með fyndna og skemmtilega töfrasýningu sem fangar athygli yngstu barnanna frá upphafi til enda. Sýningin er um 50 mínútur að lengd og samanstendur af skemmtilegum töfrabrögðum, söng, spjalli og gleði. Börnin fá að taka þátt, hlæja og syngja jólalögin hástöfum með Askasleiki sem tekur með sér kassagítarinn og heldur uppi sannkallaðri jólastemningu.
Sýningin hentar öllum leikskólabörnum, bæði yngri og eldri deildum, og er einföld í uppsetningu. Það þarf ekki mikið pláss, bara pláss á gólfinu fyrir börnin. Askasleikir tekur allt til alls með sér, nokkrar töskur og gítarinn.
Lengd: 50 mínútur
Verð: 90.000 kr.
