top of page
7.png
Samstæðustokkur_edited.png

Takk fyrir að sýna spilinu áhuga! Margir hafa spilað samstæðuspil sem eru til í ýmsum stærðum, gerðum og þemum. Þetta er okkar uppáhalds af augljósum ástæðum.

 

Í kassanum eru 32 spil, tvö af hverjum jólasveini, auk Grýlu, Leppalúða og jólakattarins. Á spilunum er QR kóði sem hægt er að skanna og lesa það sem vitað er um hvern jólasvein fyrir sig.

Spilið er spilað eftir hefðbundnum samstæðuspilareglum en við kunnum einnig aðrar útfærslur sem við kennum. Við lögðum áherslu á að spilin séu falleg og því er einnig hægt að hengja þau upp á band, setja í ramma eða nota sem niðurtalningu til jóla. Þegar Stekkjastaur hefur komið er hans spil tekið af bandinu eða jólasveinarnir hengdir upp eftir því sem þeir koma til byggða.

Verð kr. 3.500,-

Sendu okkur skilaboð neðst á síðunni til að kaupa spilið. Hægt er að greiða með reiðufé eða með millifærslu.

bottom of page