top of page
Gleðileg jól
Gleðileg jól,
ó, gleðileg jól
og gæfuríkt ár.
Nú greypir frostið á rúður rós.
Svo gefist þér jólagjafir bestar,
til gagns og prýði, ánægju mestrar,
er sólu hallar á vetri vestar –
þá lýsi þér jólaljós.
Gleðileg jól
og gæfuríkt ár
og gleði þig við dag
og gangi þér allt sem hendir í hag.
Ég vil nú óska þér alls hins besta
og ástúð sannri ég vef sem flesta,
svo megir þú vænta góðra gesta,
er kveði þér kátan brag.
Sjá einnig Ég fæ jólagjöf
Lag: Jose Feliciano
Texti: Kristján frá Djúpalæk
bottom of page