top of page
Wix banner (1).png

Einn okkar bræðra rennir við, bankar upp á og kíkir inn í um sjö mínútur, spjallar, tekur lagið og getur gefið pakka úr strigapokanum hafi það verið undirbúið.​

Að lokinni bókun hér fyrir neðan verður krafa stofnuð í heimabanka sem greiða þarf í síðasta lagi 14. desember. Í fyrra komust færri að en vildu. 

17. desember sendum við tölvupóst þar sem fram kemur áætlaður heimsóknartími, til dæmis: „Við verðum hjá þér 11:15 (plús mínus korter)“.

Heimsóknirnar fara fram á milli klukkan 8-16. Til að komast til sem flestra heimila röðum heimsóknum eftir staðsetningu, því er ekki hægt að velja eða óska eftir ákveðnum heimsóknartíma.

Ef þú vilt að jólasveinninn gefi pakka biðjum við ykkur um að setja gjöfina í poka og hengja á hurðarhúninn eða leggja við hurðina, þannig að hún sjáist augljóslega þegar komið er að heimilinu. Það auðveldar okkur líka að finna húsið, bæði einbýli og fjölbýli. Gott er að setja pokann út ekki seinna en 15 mínútum fyrir áætlaða heimsókn. Jólasveinninn setur pokann ykkar í strigapokann sinn rétt áður en hann bankar upp á.

Einnig er hægt að fá afhent jóla-samstæðuspil sem við fjölskyldan útbjuggum. Spilið kostar almennt 3.500 kr., en á aðfangadag bjóðum við það á 3.000 kr. Nánari upplýsingar um spilið má finna HÉR.

Verð fyrir heimsóknina

kr. 9.000,- (6.000 kr. fyrir fjölbýlishús þar sem fleiri en þrír bóka heimsókn)​

Vinátta og jól
bottom of page