Svo þú hefur áhuga á heimsókn á aðfangadag? Fyrirkomulagið er svona:
Einn okkar bræðra rennir við, bankar upp á og stoppar fyrir utan í um sjö mínútur, spjallar, tekur lagið og getur gefið pakka úr strigapokanum hafi það verið undirbúið.
Að lokinni bókun hér fyrir neðan, fer greiðsla fram, en það er gert með millifærslu. Þegar greiðsla hefur verið móttekin hefurðu tryggt þér heimsóknina, en í fyrra komust færri að en vildu. Við sendum þér reikningsupplýsingar í tölvupósti en greiða þarf í síðasta lagi 17. desember. Líði langur tími frá bókun þar til greiðsla berst er möguleiki að dagurinn fyllist en þá ganga greiddar bókanir fyrir.
20. desember höfum við samband með tölvupósti og látum þig vita klukkan hvað við áætlum að vera hjá þér. Tökum dæmi, „Við verðum hjá þér 11:15 (plús mínus korter)“. Síðustu tvö ár hefur engu skeikað. Heimsóknirnar fara fram á milli klukkan 10-15. Við viljum heimsækja sem flest heimili þennan dag en tíminn er takmarkaður. Við röðum heimsóknunum vandlega eftir staðsetningu og því er ekki hægt að óska eftir sérstökum heimsóknartíma.
Hægt er að skilja gjafir eftir fyrir utan hurðina sem verður sett í strigapokann rétt áður en bankað er uppá. Það er nóg að taka fram hvort það verði pakki, með svari við póstinum sem sendur verður 20. desember. Mögulegt er að kaupa glænýtt jóla-samstæðuspil sem við getum gefið. Verð fyrir spilið á aðfangadag eru 3.000 kr. Nánari upplýsingar um spilið má finna HÉR.
Verð
kr. 7.000,- (4.000 kr. fyrir fjölbýlishús þar sem fleiri en þrír bóka heimsókn)
Við bjóðum einnig upp á heimsóknir á milli 17-19 á aðfangadag. Nánari upplýsingar um það má finna undir bókunarforminu hér að neðan.
Viltu heimsókn á milli 17-19 á aðfangadag?
Askasleikir ætlar að taka að sér örfáar heimsóknir á þessum háheilaga tíma. Heimsóknin er allt að 15 mínútna löng, gítarinn tekinn með og Askasleikir getur tekið með sér strigapokann og tekið úr honum gjafir hafi það verið undirbúið.
Bókanir fara fram í forminu hér að ofan. Hægt er að panta heimókn á eftirfarandi tímum:
17:00 - Bókað
17:30 - 35.000 kr.
18:00 - 50.000 kr.
18:30 - 50.000 kr.
19:00 - 60.000 kr.