top of page

Askasleikir

Kemur 7 dögum fyrir jól

Askasleikir er sjötti til byggða og kemur aðfaranótt 17. desember. Hann fer aftur heim 30. desember.

askasleikir

Hér áður fyrr borðaði fólk úr öskum en askur er einskonar dolla með loki. Heimili fólks voru lítil og margir bjuggu á heimilinu. Það var því ekki hægt að koma öllum fyrir við borð og sat fólk því oft í rúmunum sínum og borðaði. Hver og einn átti sinn ask og fékk skammtaðan mat í hann. Þegar heimilisfólk var búið að borða settu þau askinn stundum á gólfið þar sem hundar, kettir eða önnur heimilisdýr, gátu étið úr askinum. Askasleikir faldi sig undir rúmum og reyndi að vera á undan dýrunum að borða afgangana. Í dag laumar hann sér inn að ísskápnum þar sem hann borðar úr Tupperware-döllunum.


Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni Jólin koma árið 1932 lýsir hann Askasleiki svona:


Sá sjötti Askasleikir,

var alveg dæmalaus.-

Hann fram undan rúmunum

rak sinn ljóta haus.


Þegar fólkið setti askana

fyrir kött og hund,

hann slunginn var að ná þeim

og sleikja á ýmsa lund.

Veist þú meira um Askasleiki? Láttu okkur vita.

bottom of page