Stekkjastaur kemur til byggða aðfaranótt 12. desember og er fyrstur jólasveinanna. Hann drakk mjólk úr kindum en þar sem hann hafði staurfætur gerði það honum erfitt fyrir.
Giljagaur kemur til byggða aðfaranótt 13. desember og er annar jólasveinanna. Hann faldi sig í fjósinu og borðaði froðuna sem myndaðist ofan á mjölkurfötunum.
Stúfur kemur til byggða aðfaranótt 14. desember og er þriðji jólasveinninn. Hann er minnstur þeirra bræðra, leitar að illa þrifnum pönnum og skrapar agnirnar sem brunnu fastar.
Askasleikir kemur til byggða aðfaranótt 17. desember. Hann borðaði mat úr öskum, þar sem afgangarnir voru geymdir, en varð að vera á undan heimilisdýrunum.
Hurðaskellir kemur til byggða aðfaranótt 18. desember. Hann var tíður gestur á mörgum heimilum en skellti dyrunum þegar heimilisfólk var að festa svefn.
Kertasníkir kemur til byggða aðfaranótt 24. desember. Kertasníkir stal kertum af heimilum en hann kveikti ekki á þeim, hann borðaði þau. Í gamla daga var hannn stundum kallaður Kertasleikir.
Grýla er mamma jólasveinanna, hún er illkvittin en með hlýtt hjarta innst við beinið. Hún á um 80 börn og eru elstu heimildir um hana um 800 ára gamlar.