top of page

Hurðaskellir

Kemur 6 dögum fyrir jól

Hurðaskellir er sjöundi til byggða og kemur aðfaranótt 18. desember. Hann fer aftur heim 31. desember.

hurdaskellir

Hurðaskellir er háværastur systkina sinna. Hann gekk harkalega um og skellti hurðunum á eftir sér. Fólk sem vildi svefnfrið fagnaði heimsókn hans ekki.


Jón Árnason gaf út þjóðsögur árið 1862. Þar er hann með sömu jólasveina og við þekkjum í dag nema í stað Hurðaskellis var jólasveinninn Faldafeykir. Sumir vilja meina að um sé að ræða sama svein, aðrir vilja meina að Faldafeykir hafi lyft upp pilsföldum eða fellt höfuðfald kvenna í faldbúningum. Hlutskipti okkar að fá Hurðaskelli er þá kannski allt í lagi.


Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni Jólin koma árið 1932 lýsir hann Hurðaskelli svona:


Sjöundi var Hurðaskellir,

-sá var nokkuð klúr,

ef fólkið vildi í rökkrinu

fá sér vænan dúr.


Hann var ekki sérlega

hnugginn yfir því,

þó harkalega marraði

hjörunum í.

Veist þú meira um Hurðaskelli? Láttu okkur vita.

bottom of page