top of page

Grýla

Grýla kemur stundum til byggða með sonum sínum en aldrei reglulega.

gryla

Grýla er þekktust fyrir að vera mamma jólasveinanna og Leppalúði faðir þeirra. Það virðist þó ekki vera svo. Sumir jólasveinanna eru sagðir vera synir Grýlu, aðrir bræður hennar og enn aðrir hennar hyski. Það er þó ýmislegt sem vitað er um Grýlu sem hefur ekki farið hátt síðustu áratugi. Það er kannski rétt að vara við þeirri umfjöllun.


Hér á árum áður var Grýla þekkt fyrir að taka óþekk börn og stinga þeim í poka. Það hefur þó hvergi komið fram að Grýla hafi nokkurn tímann borðað barn. Hún var líka sögð vera annað hvort með þrjú eða þrjúhundruð höfuð. Því er ekki allt að marka og engin ástæða til að hræðast Grýlu í dag. Hún er ljúf inni við beinið. Þá virðist Grýla eiga fjölda ættingja bæði á Norðurlöndunum og víða annars staðar í Evrópu. Grýla er þó verst þeirra. Sögu Grýlu má rekja til 13. aldar en hennar er getið í Snorra-Eddu. Þar segir:


Hér fer Grýla

í garð ofan

og hefur á sér

hala fimmtán.


Grýla er ekki tengd við jólin fyrr er á 17. öld en það er á svipuðum tíma sem hún er sögð borða óþekk börn.


Grýla var þrígift. Fyrsti maðurinn hennar hét Boli og bjuggu þau á Arinhellu. Þau áttu að minnsta kosti átta börn. Hann lést úr elli.


Í Þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar segir:


Grýla og Boli bæði hjón

börn er sagt þau finni

þau er hafa svæsinn són

til sorgar mömmu sinni.


Boli, boli bankar á dyr,

ber hann fram með stöngum;

bíta vill hann börnin þau

sem belja fram í göngum.


Annar maður Grýlu hét Gustur. Lítið er vitað um hann annað en að Grýla át hann þegar hann drapst en við vitum ekki hvernig hann dó. Sumar heimildir segja að Grýla hafi borðað Bola en engin sem segir að hún hafi borðað þá báða. Við teljum líklegra að hún hafi borðað Gust. Ætla má að Grýla og Gustur hafi átt um 40-50 börn saman miðað við þau 70-80 nöfn jólasveinasystkinanna sem þekkjast.


Þá giftist Grýla manninum sem við þekkjum í dag, Leppalúða. Þau eignuðust 20 börn saman. Nánari umfjöllun um Leppalúða má finna HÉR.

Veist þú meira um Grýlu? Láttu okkur vita.

bottom of page