Pottaskefill
Kemur 8 dögum fyrir jól
Pottaskefill er fimmti til byggða og kemur aðfaranótt 16. desember. Hann fer aftur heim 29. desember.
Pottaskefill skóf afganga úr pottunum sem oft voru brenndir við botninn en þannig sannast máltækið „eins manns rusl er annars fjársjóður“ því fæst viljum við borða brenndan mat. Til eru heimildir sem nefna Skefil og Skófnasleiki og er ekki ólíklegt að verið sé að tala um sama jólasvein. Pottaskefill er stundum kallaður Pottasleikir.
Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni Jólin koma árið 1932 lýsir hann Pottaskefli svona:
Sá fimmti Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
-Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.
Þau ruku’upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti’ ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.
Veist þú meira um Pottaskefil? Láttu okkur vita.