top of page

Bjúgnakrækir

Kemur 4 dögum fyrir jól

Bjúgnakrækir er níundi til byggða og kemur aðfaranótt 20. desember. Hann fer aftur heim 2. janúar.

bjugnakraekir

Bjúgnakrækir er sólginn í bjúgu en lætur pylsur sleppa ef bjúgu eru ekki í boði. Hér áður fyrr klifraði hann upp í rjáfur eldhúsa á torfhúsunum og stal bjúgunum en þar var hann oft löngum stundum, fastur í reyk og sóti á meðan heimilisfólk eldaði. Hann hafði þá allavega eitthvað að borða á meðan.


Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni Jólin koma árið 1932 lýsir hann Bjúgnakræki svona:


Níundi var Bjúgnakrækir,

brögðóttur og snar.

Hann hentist upp í rjáfrin

og hnuplaði þar.


Á eldhúsbita sat hann

í sóti og reyk

og át þar hangið bjúga,

sem engan sveik.

Veist þú meira um Bjúgnakræki? Láttu okkur vita.

bottom of page