top of page

Gáttaþefur

Kemur 2 dögum fyrir jól

Gáttaþefur er ellefti til byggða og kemur aðfaranótt 22. desember. Hann fer aftur heim 4. janúar.

gattathefur

Gáttaþefur þekkist best af stóra nefinu sínu. Honum þykir laufabrauð afbragðs gott og þefar það uppi úr mikilli fjarlægð, jafnvel heim í hellinn sem dregur hann til byggða.


Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni Jólin koma árið 1932 lýsir hann Gáttaþef svona:


Ellefti var Gáttaþefur

-aldrei fékk sá kvef,

og hafði þó svo hlálegt

og heljarstórt nef.


Hann ilm af laufabrauði

upp á heiðar fann,

og léttur, eins og reykur,

á lyktina rann.

Veist þú meira um Gáttaþef? Láttu okkur vita.

bottom of page