Íslensku jólasveinarnir
Íslensku jólasveinarnir eiga sér langa sögu sem fyrst voru óprúð tröll en tóku síðan á sig mynd ameríska jólasveinsins.
Þessi furðulega fjölskylda á sér langa sögu og var í upphafi þjóðsaga þar til einstakir meðlimir fjölskyldunnar fóru að láta sjá sig. Jólasveinarnir voru bæði þjófar og hrekkjóttir, eins og kannski má gefa sér af nöfnum þeirra og af tröllakyni í þokkabót. Á fyrri hluta síðustu aldar fór fjölskyldan að blandast sambærilegum karakterum frá Evrópu og fór síðan að taka upp þennan rauða ameríska búning og höfum því lengi vel átt 13 ameríska jólasveina sem allir heita mismunandi nöfnum. Askasleikir.is vildi halda í ákveðin íslensk gildi í klæðnaði sínum og leggur áherslu á að vel sjáist í andlitið líka. Þannig má líka þekkja þá í sundur.
Að minnsta kosti 77 nöfn jólasveinanna eru þekkt, þeirra á meðal eru Pönnuskuggi, Dúðadurtur, Flórsleikir, Baggalútur, Litlipungur, Kleinusníkir, Smjörhákur, Guttormur, Bjálfinn, Þorlákur, Sighvatur og Steingrímur. Jólasveinarnir eru þó ekki aðeins sveinar en dæturnar Leiðindaskjóða, Bóla, Redda, Syrpa, Hnúta, Nípa, Típa, Næja, Tæja, Leppatuska, Sledda, Skotta og Strympa ásamt fleiri konum eru nefndar í ýmsum kvæðum og þjóðvísum.
Til eru heimildir sem herma að Grýla hafi átt fyrri eiginmann sem hét Boli og sumir vilja jafnvel meina að hún hafi átt enn annan sem hét Gustur. Við vitum þó að núverandi eiginmaður Grýlu er Leppalúði sem jafnframt er faðir jólasveinanna. Sögu Grýlu má rekja til 13. aldar en fór ekki að borða óþekk börn fyrr en á 17. eða 18. öld. Þó hefur hvergi komið fram að Grýla hafi borðað nokkuð barn. Sumir jólasveinanna eru sagðir vera synir Grýlu, aðrir bræður hennar enn aðrir hennar hyski.
Nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er Jólakötturinn sem kemur til sögunnar á 19. öld. Lítið er vitað um hann annað en að vera risa stór og að eiga að éta alla þá sem ekki fá ný föt fyrir jólin sem þá „fara í jólaköttinn".
Það er svo Jóhannes úr Kötlum sem á heiðurinn að hafa valið nöfn þeirra þrettán jólasveina sem nú koma til byggða ár hvert þegar hann samdi Jólasveinavísurnar. Þeir eru eftirfarandi:
Stekkjastaur
Giljagaur
Stúfur
Þvörusleikir
Pottaskefill
Askasleikir
Hurðaskellir
Skyrgámur
Bjúgnakrækir
Gluggagægir
Gáttaþefur
Ketkrókur
Kertasníkir
Veist þú meira um íslensku jólasveinana? Láttu okkur vita.