top of page

Skyrgámur

Kemur 5 dögum fyrir jól

Skyrgámur er áttundi til byggða og kemur aðfaranótt 19. desember. Hann fer aftur heim 1. janúar.

skyrgamur

Skyrgámi þykir skyr afar gott og þaðan dregur hann nafn sitt. Hann stalst inn í búrið og svolgraði skyrið í sig sem geymt var í skyrtunnunni þar til hann „stóð á blístri“ en það merkir að vera pakksaddur eða alveg að springa. Skyrgámur gekk einnig undir nafninu Skyrjarmur hér á árum áður en þekkist ekki undir neinu öðru en Skyrgámur í dag.


Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni Jólin koma árið 1932 lýsir hann Skyrgámi svona:


Skyrjarmur, sá áttundi,

var skelfilegt naut.

Hann hlemminn o’n af sánum

með hnefanum braut.


Svo hámaði hann í sig

og yfir matnum gein,

uns stóð hann á blístri

og stundi og hrein.

Veist þú meira um Skyrgám? Láttu okkur vita.

bottom of page