top of page

Ketkrókur

Kemur 1 dag fyrir jól

Ketkrókur er tólfti til byggða og kemur aðfaranótt 23. desember. Hann fer aftur heim 5. janúar.

ketkrokur

Ketkrókur er, eins og nafnið gefur til kynna, sólginn í kjöt. Hann gekk um með eins konar staf með krók á endanum sem hann rak niður um strompinn, krækti í gott hangikjötslæri sem hékk í eldhúsloftinu og veiddi það svo upp í gegnum strompinn.


Í eldri heimildum er getið um annan jólasvein, Reykjarsvelg, sem virðist aðeins hafa viljað þefa af reyknum af hangikjötinu, kannski eins konar blanda af Gáttaþef og Ketkróki.


Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni Jólin koma árið 1932 lýsir hann Ketkróki svona:


Ketkrókur, sá tólfti,

kunni á ýmsu lag.-

Hann þrammaði í sveitina

á Þorláksmessudag.


Hann krækti sér í tutlu,

þegar kostur var á.

En stundum reyndist stuttur

stauturinn hans þá.

Veist þú meira um Ketkrók? Láttu okkur vita.

bottom of page