top of page

Gluggagægir

Kemur 3 dögum fyrir jól

Gluggagægir er tíundi til byggða og kemur aðfaranótt 21. desember. Hann fer aftur heim 3. janúar.

gluggagaegir

Gluggagægir hefur alltaf látið matinn sem Grýla eldar duga. Hans iðja er að gægjast inn um glugga, ekki til að fylgjast með fólkinu heldur til að leita að einhverju sem hann girnist, laumar sér svo inn og tekur það. Til allrar hamingju er hann hættur þessum ósið. Í eldri heimildum má finna frásögn um jólasveininn Gangagægi sem má hafa verið sami jólasveinn en gæti líka hafa verið annar sem hafði svipaða hæfileika og áhugamál og Gluggagægir.


Í Jólasveinavísu Jóhannesar úr Kötlum sem birtist fyrst í ljóðabókinni Jólin koma árið 1932 lýsir hann Gluggagægi svona:


Tíundi var Gluggagægir,

grályndur mann,

sem laumaðist á skjáinn

og leit inn um hann.


Ef eitthvað var þar inni

álitlegt að sjá,

hann oftast nær seinna

í það reyndi að ná.

Veist þú meira um Gluggagægi? Láttu okkur vita.

bottom of page