_MG_9573_1.jpg
Border 1.png

Askasleikir og fjölskyldan hans koma til byggða nokkrum sinnum á ári og heilsa upp á börn og fullorðna, ganga á milli fólks og gefa sér góðan tíma fyrir myndatökur. Þau eru vön í stjórnun jólaballa og stuttum (eða lengri) atriðum fyrir hópa, bæði innan- og utandyra. 

Fjölskyldan spilar á fjölda hljóðfæra, kann næstum því öll jólalögin og sum þeirra kunna töfrabrögð.

Í BOÐI​

Jólaball og mandarínur

HEIMSÓKNIR
 

Við komum í heim til þín! Við komum  í fjölskylduboð, gefum í skóinn eða bara komum og segjum hæ. Þitt er valið!

frá kr. 5.000,-

Jólaball

​JÓLABÖLL
 

Göngum við í kringum einiberjarunn! Þið þekkið þetta, gömlu góðu lögin, gengið í kringum tréð, dagskrá á sviði og psst, Askasleikir kann að töfra!

fáðu verð

Laufabrauð

VINNUSTAÐIR
 

Við dreifum leynivinagjöfunum, tökum lagið, veislustýrum, mætum og borðum með ykkur eða hvað eina. Við höfum mikla reynslu meðal fyrirtækja.

fáðu verð

_MG_9633.jpg

FJARSÓKNIR
 

Þegar uppi er farsótt höfum við fjarsókn, svona fjar-heimsókn en sumir kalla það fjarlausnir. Við erum vel að okkur komnir í tæknilausnum, bæði beint streymi og myndbönd.

frá kr. 2.000,-

_MG_9612.jpg

MYNDBÖND
 

Við gerðum nokkur myndbönd með skömmum fyrirvara þessi jólin en bætum í þegar róast aftur. 

-

_MG_9505.jpg

ANNAÐ?
 

Við höfum leikið í auglýsingum, krassað guðsþjónustur, hringt símtöl í óþæg börn og viðurkennt sannleikann fyrir börnum sem sofa ekki á næturnar af hræðslu við okkur.

fáðu verð

 

VÍDEÓKVEÐJA

Kr. 2.000,-

PÓSTLISTI

Skráðu þig á póstlistann og við minnum þig á okkur fyrir næstu jól. Við sendum kannski tvö skeyti á ári.

Við heyrumst!

bóka eða senda fyrirspurn

arrow&v
 

Vá hvað krakkarnir voru megaaaaa þakklát! Held að þetta sé fyrsta skiptið þar sem Mikael var ekki hræddur við jólasvein.

Gunnar

_MG_9603_edited.jpg

Jólasveinagrifflurnar fást í Veiðiflugum 👌

Jólasveinn með mandarínu
Veidiflugur-logo-2021-hvitt_edited.png