top of page
_MG_9573_1.jpg
Border 1.png

Askasleikir og fjölskyldan hans koma til byggða nokkrum sinnum á ári og heilsa upp á börn og fullorðna, ganga á milli fólks og gefa sér góðan tíma fyrir myndatökur. Þau eru vön í stjórnun jólaballa og stuttum (eða lengri) atriðum fyrir hópa, bæði innan- og utandyra. Þú getur fengið einn jólasvein eða alla fjölskylduna!

Fjölskyldan spilar á fjölda hljóðfæra, kann næstum því öll jólalögin og sum þeirra kunna töfrabrögð.

Í BOÐI​

Jólaball og mandarínur

AÐFANGADAGUR
 

Við komum í heimsókn á aðfangadag og höfum gítarinn með. Heimsóknin er stutt en við tryggjum góðar minningar. 

kr. 7.000,-

Jólaball

JÓLABÖLL
 

Göngum við í kringum einiberjarunn! Þið þekkið þetta, gömlu góðu lögin, gengið í kringum tréð, dagskrá á sviði og psst, Askasleikir kann að töfra!

fáðu verð

Laufabrauð

VINNUSTAÐIR
 

Við dreifum leynivinagjöfunum, tökum lagið, veislustýrum, mætum og borðum með ykkur eða hvað eina. Við höfum mikla reynslu meðal fyrirtækja.

fáðu verð

_MG_9633.jpg

HEIMSÓKNIR
 

Við tökum að okkur allar gerðir heimsókna, lítið innlit, fjölskylduboð eða stöldrum lengur við og sötrum með ykkur heitt súkkulaði.

​fáðu verð

_MG_9612.jpg

BARNAAFMÆLI
 

Við tökum lagið, segjum sögur, sitjum fyrir á myndum og sýnum töfrabrögð. Við bræður komum í barnaafmæli allan ársins hring og bjóðum upp á frábæra skemmtun.

kr. 25.000,-

_MG_9505.jpg

ANNAÐ?
 

Við höfum leikið í auglýsingum, krassað guðsþjónustur, hringt símtöl í óþæg börn og viðurkennt sannleikann fyrir börnum sem sofa ekki á næturnar af hræðslu við okkur.

fáðu verð

Í boði
Samstæðustokkur_edited.png
7.png

Kr. 3.500,-

allir sveinarc.png

Lestu allt sem vitað er um þessa furðulegu fjölskyldu.

Bóka eða senda fyrirspurn

Bóka - forsíða

Vá hvað krakkarnir voru megaaaaa þakklát! Held að þetta sé fyrsta skiptið þar sem Mikael var ekki hræddur við jólasvein.

Gunnar

bottom of page